Ástæða til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 12:34 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Viðrar vel til gleðigöngu Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Viðrar vel til gleðigöngu Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira