Fótbolti

Mikael Anderson danskur meistari eftir sigur á Ragnari og félögum

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Midtjylland fagna því að hafa unnið danska meistaratitilinn. Mikael er nr. 34 til hægri.
Leikmenn Midtjylland fagna því að hafa unnið danska meistaratitilinn. Mikael er nr. 34 til hægri. getty/FrontZoneSport

FC Midtjylland er danskur meistari í fótbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn í kvöld. 

Mikael Anderson byrjaði leikinn fyrir Midtjylland og spilaði fram á 81. mínútu og Ragnar Sigurðsson byrjaði fyrir FCK en fór meiddur af velli á 27. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir FCK. 

Staðan var 1-0 í hálfleik en á 63. mínútu jafnaði Sory Kaba metin fyrir Midtjylland úr vítaspyrnu. Anders Dreyer og Awer Mabil skoruðu síðan tvö mörk á tveggja mínútna kafla fyrir Midtjylland á 79. og 81. mínútu og tryggðu liðinu 3-1 sigur.

Með sigrinum tryggði Midtjylland sér formlega titilinn, en liðið er nú með 17 stiga forskot á FCK þegar einungis fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Midtjylland sannarlega vel að titlinum komið en Mikael hefur spilað stórt hlutverk fyrir liðið á leiktíðinni og skorað fjögur mörk hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×