Fótbolti

Jón Þór um Cloe: „Hún upp­fyllir ekki kröfur FIFA“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cloe Lacasse í leik með ÍBV síðasta sumar en ívetur lék hún með Benfica.
Cloe Lacasse í leik með ÍBV síðasta sumar en ívetur lék hún með Benfica. vísir/daníel

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en erfiðlega gengur að fá leikheimild frá FIFA svo hún geti byrjað að leika með íslenska landsliðinu.

„Það er mjög lítið að frétta af hennar málum gagnvart landsliðinu. Hún er ekki lögleg með okkur og þar af leiðandi getum við ekki valið hana,“ sagði Cloé.

„Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA um að vera lögleg með landsliðinu. Við erum að vinna í þeim hlutum með henni en á meðan hún uppfyllir ekki þær kröfur þá er lítið sem við getum gert í því. Það er miður því hún er frábær leikmaður sem kæmi sterklega til greina í landsliðið og hún nýst okkur vel. Eins og staðan er núna er hún ekki leikmaður íslenska landsliðsins og kemur ekki til greina í landsliðið að svo stöddu.“

Landsliðsþjálfarinn segir að þetta sé spurning um búsetu en hún lék hér á landi frá 2015 til 2019 en þá lék hún með ÍBV. Alls lék hún 79 leiki og skoraði 54 mörk.

„Þetta er búseta á Íslandi. Hún hefur ekki uppfyllt þær kröfur enn þá er og því ekki gjaldgeng í íslenska landsliðið en við erum að kenna réttarstöðuna í því. Eins og staðan er núna er voða lítið frá að segja í því máli. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist í því en við erum að vinna í því.“

Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Cloe Lacasse



Fleiri fréttir

Sjá meira


×