800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 12:56 Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“ Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“
Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira