Landsliðsþjálfarinn vill fleiri yngri leikmenn í atvinnumennsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 18:00 Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30
Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30