Landsliðsþjálfarinn vill fleiri yngri leikmenn í atvinnumennsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 18:00 Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30
Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti