Mosfellsbær kærir deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 16:05 Til stendur að reisa malbikunarstöð á Esjumelum. Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni. Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Mosfellsbær hefur kært deiliskipulagsbreytingu Reykjavíkurborgar á Esjumelum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með breytingunni verður heimilt að reisa nýja malbikunarstöð á svæðinu. Mosfellsbær mótmælti breytingunni í vor og sögðu starfsemi af þessum toga stangast á við heimildir gildandi aðalskipulags. Starfsemin myndi jafnframt hafa neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif í för með sér sem myndu skerða gæði þessa vinsæla útivistarsvæðis. Í svari borgarinnar við mótmælum Mosfellsbæjar sagði að breyting á aðalskipulagi fyrir Esjumela heimilaði iðnaðarstarfsemi með skýrum hætti, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Þá væru neikvæð áhrif lágmörkuð og breytingartillagan hefði óveruleg áhrif á umhverfið. Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 1. júlí lýsti áheyrnarfulltrúi Miðflokks framkvæmdunum sem aðför að útivistarfólki. Lögðu fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fram gagnbókun þar sem þau sögðu malbikunarstöðvar mikilvægar og framkvæmdin myndi gagnast öllu höfuðborgarsvæðinu. „Í ljósi þess að takmarkað framboð er af iðnaðarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu teljum við að atvinnusvæðið við Esjumela sé heppilegt fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Við vekjum ennfremur athygli á að allt höfuðborgarsvæðið kemur til með að njóta góðs af þessari starfsemi.“ Óalgeng en nauðsynleg leið að kæra Í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ er því haldið fram að umrædd áform Reykjavíkurborgar séu hluti af stærra máli. Reykjavíkurborg hafi einnig úthlutað lóð til moltugerðar á Esjumelum, Mosfellingum til mikils ama. „Á Álfsnesi hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í góðri samvinnu unnið að stærsta einstaka umhverfisverkefni síðari tíma sem er gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem vinnur úr lífrænum úrgangi í lokuðu mannvirki. Til þessa verkefnis hefur verið varið milljörðum en á sama tíma hefur Reykjavíkurborg úthlutað lóð þar sem fram mun fara moltugerð undir berum himni á Esjumelum, áform sem Mosfellsbær getur ekki sætt sig við enda fylgir moltugerð og annarri úrvinnslu lífræns úrgangs undir berum himni lyktamengun sem ekki verður við unað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í tilkynningunni. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þessum áhyggjum hafi verið komið á framfæri við Reykjavíkurborg, meðal annars á formlegum fundi með borgarstjóra. Það hafi ekki skilað árangri og því hafi verið farið þá leið að kæra borgina, þó það sé ekki algengt í samskiptum sveitarfélaga. Þá segir einnig í tilkynningunni að í vinnslu sé önnur deiliskipulagsbreyting á svæðinu sem felur í sér heimild fyrir aðra malbikunarstöð. Markmiðið sé að „auka framboð lóða fyrir mengandi iðnað“ og að Reykjavíkurborg haldi því fram að malbikunarstöð rúmist innan aðalskipulags. Hún uppfylli jafnframt allar kröfur til mengunarvarna. „Það er í ósamræmi við skilgreiningu í gögnum borgarinnar þar sem malbikunarstöðvar eru skilgreindar sem „meira mengandi iðnaður“,“ segir í tilkynningunni.
Mosfellsbær Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira