„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júlí 2020 19:18 Bjarni Benediktsson ber blómsveig að minnisvarða um þáverandi forsætisráðherra og nafna, eiginkonu hans og barnabarn. Vísir/Berghildur „Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30