Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2020 18:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33