Forstöðumaður Eldheima segir Herjólfsstarfsmönnum að slaka á kröfum sínum Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 14:03 Kristín biðlar til starfsmanna Herjólfs að slaka á kröfugerð sinni en formaður samninganefndar fyrir hönd starfsmanna er Jónas Garðarson. „Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
„Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57