730 koma með Norrænu í dag Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2020 07:02 730 farþegar eru um borð í Norrænu. Vísir/Jói K Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira