Álit EFTA bendir til að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 10:29 Frá dómsal í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg. Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur. Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Skilningur kærunefndar útboðsmála á eðli samnings sem Vegagerðin bauð út í fyrra var staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í dag. Álitið bendir til þess að Vegagerðin hafi brotið lög um opinber innkaup með því að auglýsa útboðið ekki á EES-svæðinu. Forsaga málsins er sú að Vegagerðin bauð út framleiðslu á efni úr námu nálægt Fossamelum í mars í fyrra. Þróttur ehf. átti lægsta boðið og tók Vegagerðin því. Tak-Malbik ehf., sem átti næstlægsta boðið, mótmælti ákvörðuninni um að boði Þróttar yrði tekið og fullyrti að það boð hefði ekki uppfyllt almennar kröfur innkaupaferlisins og væri því ógilt. Innkaupaferlið var stöðvað sjálfkrafa þegar Tak-Malbik kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort útboðstilkynningin hefði verið birt innan EES og ef ekki á hvaða forsendum. Afstaða Vegagerðarinnar var að um verksamning hefði verið að ræða sem væri undir viðmiðunarfjárhæð fyrir útboðsskyldu innan EES. Kærunefndin taldi aftur á móti líkur á að Vegagerðin hefði brotið lög um opinber innkaup þar sem að um þjónustusamning hefði verið að ræða og upphæðin hefði verið yfir viðmiðunarfjárhæð fyrir slíka samninga. Kærunefndin ákvað að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins til þess að skera úr um hvers konar samning hefði verið að ræða. Það var í fyrsta skipti sem íslensk stjórnsýslunefnd vísaði máli til dómstólsins. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að samningurinn sem Vegagerðin bauð út teljist opinber þjónustusamningur.
Evrópusambandið Samgöngur Lúxemborg EFTA Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira