Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 13:22 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. Læknar í Langbarðalandi á Ítalíu sögðu frá ýmsum alvarlegum fylgikvillum sem komið hafa fram undanfarið hjá sjúklingum sem urðu ekki alvarlega veikir af kórónuveirunni á dögunum. Meðal eftirkastanna sem læknarnir í Langbarðalandi segja að komið hafi upp þar eru heilablóðfall, geðrof, svefnleysi, nýrnasjúkdómar, sýking i mænu, síþreyta og hreyfiörðuleikar. Eftirköstin geti verið svona alvarleg hjá ungu fólki og þeim sem ekki sýndu alvarleg einkenni þegar það sýktist af veirunni. Langbarðaland á Ítalíu er eitt svæðanna þar sem ástandið var sem alvarlegast á tímabili en læknar þar hafa fylgst sérstaklega með hópum fólks sem veiktist ekki alvarlega þegar það sýktist af veirunni. Upp hafi komið alvarleg veikindi síðar sem rekja megi til kórónuveirunnar. Vel þekkt að sýkingum fylgi eftirköst Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans, segir að íslenskir sjúklingar hafi ekki fundið fyrir svo alvarlegum eftirköstum að hans vitund. Hann hafi þó hitt sjúklinga með „post-Covid“ heilkenni, það er síþreytu, slappleika og höfuðverk og einn með langvarandi hita. „Það er erfitt að segja hvað veldur þessum síðbúnu fylgikvillum. Það er að koma núna í ljós að þessi sýking, Covid-19, getur haft fjölda fylgikvilla, bæði snemmkomna og síðkomna. Það er ljóst að veiran sjálf getur valdið skaða víðsvegar í líkamanum og svo getur viðbragð okkar við þessari veiru, það er að segja ræsing ofnæmiskerfisins, haft líka fjölbreytilegar afleiðingar,“ segir Ragnar. Þessi vitneskja sé þó ekki ný af nálinni en það hafi lengi verið vitað að hinar ýmsum sýkingar geti valdið ýmsum fylgikvillum. „Það er mjög vel þekkt í læknisfræði. Það hefur bara aldrei náðst að kortleggja það með jafn víðtækum hætti og við getum gert núna. Til dæmis það að fá blóðtappa eftir sýkingu, það eru engar nýjar fréttir, það hefur verið þekkt í marga áratugi,“ segir Ragnar. „Það að sjá þetta í svona ríkum mæli núna eftir sýkingu sem hefur sýkt svo marga og kannski það að sjá það svona svart á hvítu, það er það sem kemur á óvart. Að tíðnin sé hærri en við töldum eða eitthvað viðlíka.“ Áminning um að sóttvarnir séu mikilvægar Hann segir vísindasamfélagið nú einblína á það að fylgjast með fylgikvillum veirunnar, bæði sem komu strax upp og síðbúna. „Við eigum eftir að vera í marga áratugi að rannsaka það.“ Hefur þú séð það áður að fólk fari í geðrof vegna sýkingar? „Ég hef persónulega séð það einu sinni áður, þegar ég var í sérnámi í Svíþjóð, að lungnabólgubaktería orsakaði geðrof í sjúklingi og hann læknaðist algerlega eftir að hann fékk sýklalyf. En það er eina skiptið og ég hef ekki séð ríkari heimildir þess efnis,“ segir Ragnar. Hann segir margt hægt að læra af því sem komið hefur í ljós vegna kórónuveirunnar. „Það má segja að við lifum á viðsjárverðum og ógnvekjandi tímum en á sama tíma er þetta alveg ótrúlegt tækifæri til að læra alveg ótrúlega mikið um samskipti okkar ónæmiskerfi við ákveðinn sýkil eða ákveðna veiru,“ segir Ragnar. „Það má segja að frá því að við áttuðum okkur á að þetta var alvarlegur sjúkdómur höfum við sagt að fólk þurfi að fara varlega. Þetta er ein önnur ástæðan til að skerpa á því. Það er ekki að ástæðulausu að sagt er að við eigum að passa okkur, passa hreinlæti, vernda viðkvæma hópa, en líka að passa okkur sjálf.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24 Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30 Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 16. júlí 2020 11:24
Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. 16. júlí 2020 10:30
Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. 15. júlí 2020 18:52