Kane heitur í sigri Totten­ham sem gladi stuðnings­­menn Man. United og Chelsea

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna þriðja sigrinum í röð.
Leikmenn Tottenham fagna þriðja sigrinum í röð. vísir/getty

Tottenham rúllaði yfir Leicester í síðari leik dagsins í enska boltanum. Lokatölur urðu 3-0 eftir tvö mörk frá Harry Kane og sjálfsmark frá James Justin.

James Justin kom Tottenham yfir á 6. mínútu er hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir skot Heung-Min Son.

Harry Kane tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu með laglegu skoti úr teignum og þremur mínútum síðar var staðan orðinn 3-0 eftir annað laglegt skot frá Kane.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 3-0 en þetta eru úrslit sem stuðningsmenn Manchester United fagna enda í baráttunni við Leicester um Meistaradeildarsæti.

Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig, Leicester í 4. sætinu með 62 stig sem og United í 5. sætinu. Chelsea og Leicester eiga þó leik til góða á Leicester.

Tottenham er í 6. sætinu með 58 stig, tveimur stigum á undan Wolves, sem á þó leik til góða en sjötta sætið er síðasta sætið sem gefur Evrópusæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira