Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2020 19:30 Thierry Monasse/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti. Evrópusambandið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti.
Evrópusambandið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira