Íslenski boltinn

Skelfi­legt gengi Þróttara heldur á­fram og breytingarnar skiluðu núll stigum í Ólafs­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflvíkingar gerðu vel í kvöld.
Keflvíkingar gerðu vel í kvöld. vísir/vilhelm

Þróttu er án stiga í fallsæti Lengjudeildarinnar og hefur skorað eitt mark í fyrstu sex leikjunum. Þeir fengu 4-0 skell gegn Keflavík á heimvaelli í kvöld.

Keflvíkingar skoruðu fjögur mörk á fyrstu 26 mínútunum. Joey Gibbs og Adam Pálsson gerðu sitt hvor tvö mörkin en 4-0 urðu svo lokatölurnar.

Keflavík fór með sigrinum í efsta sæti deildarinnar. Þeir eru með þrettá stig en ÍBV og Leiknir geta skotist upp fyrir Keflvíkinga með sigri á morgun.

Grindavík og Fram gerðu 1-1 jafntefli suður með sjó. Magnús Þórðarson kom Fram yfir á 36. mínútu en Gunnar Þorsteinsson jafnaði eftir klukkutíma og þar við sat.

Fram er eftir jafnteflið í 3. sætinu með þrettán stig en Grindavík er með níu stig í sjöunda sætinu.

Víkingur Ólafsvík tapaði fyrsta leiknum eftir að hafa rekið Jón Pál Pálmason. Liðið tapaði 3-1 fyrir Aftureldingu á heimavelli. Jason Svanþórsson og Kristján Atli Marteinsson komu Aftureldingu í 2-0 á fyrsta hálftímanum.

Ólsarar minnkuðu muninn í uppbótartíma en Afturelding skoraði annað mark skömmu síðar og lokatölur 3-1.

Ólafsvík er með sex stig eftir sex leiki í tíunda sætinu en Afturelding er komið upp í 5. sæti deildarinnar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×