Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 10:49 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira