Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 15:59 Þyrlur passa illa inn í friðsældina á Hornströndum, segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérræðingur hjá Umhverfisstofnun. Vísir Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira