Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 22:41 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í Öskju í dag, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Stöð 2/Einar Árnason. Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira