Danir toppa Norðmenn með lagningu lengsta sæstrengs heims til Bretlands Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 23:42 Frá lagningu North Sea Link-sæstrengsins milli Noregs og Bretlands. Hann á að vera tilbúinn á næsta ári. Mynd/National Grid. Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira