Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 09:00 Glas frá Iittala sem enn skartar umræddum límmiða. Myndina tók starfsmaður fréttastofunnar sem vildi alls ekki láta nafn síns getið af ótta við fordæmingu. vísir/? Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki með formlega límmiðastefnu þykir starfsmönnunum fallegra að fjarlægja límmiðann fyrir notkun. „Með því að taka límmiðann finnst mér þú gera vöruna að þinni,“ eins og einn þeirra komst að orði. Iittala-vörur eru auðkenndar með litlum, rauðum límmiða með hvíta „i“-inu. Skiptar skoðanir eru þó á því hvort límmiðinn eiga að prýða vörurnar þegar heim er komið. Sumum þykir nauðsynlegt að auðkenna vörurnar, enda ekkert slor að vera með Iittala uppi í hillu, á meðan öðrum þykir límmiðinn smáborgaralegur. Iittala-vörur séu nógu auðþekkjanlegar og því engin þörf á límmiðanum. View this post on Instagram Þetta er ekki einu sinni til umræðu. Hver er þín skoðun? A post shared by Sterkar skoðanir (@sterkarskodanir) on Jun 29, 2020 at 9:15am PDT Til þess að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll hringdi Vísir í þrjár Iittala-verslanir í Helsinki. Ef svörin er að finna einhvers staðar þá er það í Finnlandi, þangað sem Iittala á rætur að rekja. „Þetta er í sannleika sagt frekar algeng spurning,“ segir Petra í útibúi Iittala við Pohjoisesplanadi í miðborg Helsinki, aðspurð hvort taka eigi límmiðann af eða ekki. „Fólk ræður því í raun hvort að það tekur límmiðann af eða ekki. Sumum finnst fallegra að hafa hann á, önnur taka hann af.“ Uppþvottavélin límmiðaböðull Í leit að ákveðnara svari hringdi Vísir í aðra Iittala-verslun skammt frá nýlistasafninu í Helsinki. Allt kom þó fyrir ekki, afgreiðslukonan í Amos Rex gaf álíka pólítískt svar. Taldi að um helmingur héldi límmiðanum, hinn helmingurinn tæki hann af og að það væri bara hið besta mál. Aftur á móti ætti fólk að vera vakandi fyrir því að límmiðinn gæti losnað af séu Iittala-vörur þvegnar í uppþvottavél. Af þeim sökum er hvatning á vef fyrirtækisins til viðskiptavina að fjarlægja miðann áður en vörurnar eru settar í uppþvottavélina. Það er svona kannski það næsta sem kæmist eiginlegri stefnu Iittala í límmiðamálum, að sögn stafsmanna Amox Rex við nýlistasafnið. Þeir benda þó á að fyrirtækið setji sig ekki upp á móti því að vörurnar séu þvegnar í höndunum vilji fólk tryggja langlífi límmiðans. Sýnishorn af hinum ýmsu Iittala-munum, án límmiðans.iittala.com Límmiðaplokkið hluti af „athöfninni“ Allt er þegar þrennt er og hringdi Vísir því í þriðju Iittala-verslunina, nú í austurhluta borgarinnar. Það var eins og við manninn mælt; Iittala er ekki með formlega afstöðu, fólk má ráða hvað það gerir, smekkur fólks er mismunandi og svo framvegis og svo framvegis. „En hvað finnst þér, persónulega? Þú ert nú einu sinni fagmaður,“ spurði blaðamaðurinn önugur og fékk þá loksins afdráttarlaust svar. „Ég tek límmiðann alltaf af. Ekki spurning. Mér finnst það ekki aðeins snyrtilegra heldur finnst mér það líka hálfgerður hluti af athöfninni, þegar maður kaupir Iittala-vörur. Með því að taka límmiðann finnst mér þú gera vöruna að þinni.“ Vísbending í vefversluninni? Þetta er þó aðeins skoðun eins starfsmanns einnar verslunar í Helsinki og verður formleg niðurstaða þessarar óformlegu könnunnar því að teljast eftirfarandi: Fólk má gera það sem það vill við Iittala-vörurnar sínar. Þrátt fyrir að Iittala sé kannski ekki með formlega afstöðu í límmiðamálinu fer ekki á milli mála hvort fyrirtækinu finnst fallegra. Í vefverslun Iittala má sjá bolla, glös, skálar, krukkur og þúsundir annarra muna - en ekki einn einasta límmiða. Fyrirtækið telur vörurnar því greinilega söluvænlegri án límmiðans, í augum ósammála viðskiptavina sinna. Tíska og hönnun Finnland Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki með formlega límmiðastefnu þykir starfsmönnunum fallegra að fjarlægja límmiðann fyrir notkun. „Með því að taka límmiðann finnst mér þú gera vöruna að þinni,“ eins og einn þeirra komst að orði. Iittala-vörur eru auðkenndar með litlum, rauðum límmiða með hvíta „i“-inu. Skiptar skoðanir eru þó á því hvort límmiðinn eiga að prýða vörurnar þegar heim er komið. Sumum þykir nauðsynlegt að auðkenna vörurnar, enda ekkert slor að vera með Iittala uppi í hillu, á meðan öðrum þykir límmiðinn smáborgaralegur. Iittala-vörur séu nógu auðþekkjanlegar og því engin þörf á límmiðanum. View this post on Instagram Þetta er ekki einu sinni til umræðu. Hver er þín skoðun? A post shared by Sterkar skoðanir (@sterkarskodanir) on Jun 29, 2020 at 9:15am PDT Til þess að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll hringdi Vísir í þrjár Iittala-verslanir í Helsinki. Ef svörin er að finna einhvers staðar þá er það í Finnlandi, þangað sem Iittala á rætur að rekja. „Þetta er í sannleika sagt frekar algeng spurning,“ segir Petra í útibúi Iittala við Pohjoisesplanadi í miðborg Helsinki, aðspurð hvort taka eigi límmiðann af eða ekki. „Fólk ræður því í raun hvort að það tekur límmiðann af eða ekki. Sumum finnst fallegra að hafa hann á, önnur taka hann af.“ Uppþvottavélin límmiðaböðull Í leit að ákveðnara svari hringdi Vísir í aðra Iittala-verslun skammt frá nýlistasafninu í Helsinki. Allt kom þó fyrir ekki, afgreiðslukonan í Amos Rex gaf álíka pólítískt svar. Taldi að um helmingur héldi límmiðanum, hinn helmingurinn tæki hann af og að það væri bara hið besta mál. Aftur á móti ætti fólk að vera vakandi fyrir því að límmiðinn gæti losnað af séu Iittala-vörur þvegnar í uppþvottavél. Af þeim sökum er hvatning á vef fyrirtækisins til viðskiptavina að fjarlægja miðann áður en vörurnar eru settar í uppþvottavélina. Það er svona kannski það næsta sem kæmist eiginlegri stefnu Iittala í límmiðamálum, að sögn stafsmanna Amox Rex við nýlistasafnið. Þeir benda þó á að fyrirtækið setji sig ekki upp á móti því að vörurnar séu þvegnar í höndunum vilji fólk tryggja langlífi límmiðans. Sýnishorn af hinum ýmsu Iittala-munum, án límmiðans.iittala.com Límmiðaplokkið hluti af „athöfninni“ Allt er þegar þrennt er og hringdi Vísir því í þriðju Iittala-verslunina, nú í austurhluta borgarinnar. Það var eins og við manninn mælt; Iittala er ekki með formlega afstöðu, fólk má ráða hvað það gerir, smekkur fólks er mismunandi og svo framvegis og svo framvegis. „En hvað finnst þér, persónulega? Þú ert nú einu sinni fagmaður,“ spurði blaðamaðurinn önugur og fékk þá loksins afdráttarlaust svar. „Ég tek límmiðann alltaf af. Ekki spurning. Mér finnst það ekki aðeins snyrtilegra heldur finnst mér það líka hálfgerður hluti af athöfninni, þegar maður kaupir Iittala-vörur. Með því að taka límmiðann finnst mér þú gera vöruna að þinni.“ Vísbending í vefversluninni? Þetta er þó aðeins skoðun eins starfsmanns einnar verslunar í Helsinki og verður formleg niðurstaða þessarar óformlegu könnunnar því að teljast eftirfarandi: Fólk má gera það sem það vill við Iittala-vörurnar sínar. Þrátt fyrir að Iittala sé kannski ekki með formlega afstöðu í límmiðamálinu fer ekki á milli mála hvort fyrirtækinu finnst fallegra. Í vefverslun Iittala má sjá bolla, glös, skálar, krukkur og þúsundir annarra muna - en ekki einn einasta límmiða. Fyrirtækið telur vörurnar því greinilega söluvænlegri án límmiðans, í augum ósammála viðskiptavina sinna.
Tíska og hönnun Finnland Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira