Þjálfari Andra með hótanir: „Óvíst að hann héldi fingrinum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 17:00 Sinisa Mihajlovic reifst við Gian Piero Gasperini á hliðarlínunni í gær. VÍSIR/GETTY Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00
Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00