Ráðleggingar nútímans svipaðar sóttvörnum fyrri tíma Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 20:09 Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira