Gengst við því að hafa spurt hvort maður í vanda væri skattgreiðandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 15:46 Húsnæði ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. vísir/egill Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan. Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan.
Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira