Þráinn Orri gæti farið til Hauka Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:15 Þráinn Orri Jónsson lék eina leiktíð með Bjerringbro-Silkeborg sem reyndar var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/bjerringbro-silkeborg.dk Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur sagt skilið við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg og gæti verið á heimleið. Þráinn Orri kom til danska félagsins í fyrrasumar frá einu af bestu liðum Noregs, Elverum. Þar vann hann til fjölda titla á tveimur leiktíðum og lék í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa áður leikið með Gróttu. Bjerringbro-Silkeborg var í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar mótið var blásið af síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið lék einnig í riðlakeppni EHF-bikarsins en þar var keppni aflýst í mars vegna faraldursins. „Það er rétt ég er að fara þaðan [frá Bjerringbro-Silkeborg] en hvert ég fer er ekki ákveðið,“ sagði Þráinn Orri við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis gæti þessi stóri og stæðilegi línu- og varnarmaður verið á leið til Hauka, þar sem hann myndi fylla skarð Vignis Svavarssonar, en Þráinn Orri segir sín mál í lausu lofti. Hann útiloki þó ekki að koma heim og spila í Olís-deildinni og hafi rætt við nokkur félög. „Það gæti vel farið svo að ég komi heim ef ekkert djúsí býðst úti,“ sagði hann. Handbolti Olís-deild karla Danski handboltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur sagt skilið við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg og gæti verið á heimleið. Þráinn Orri kom til danska félagsins í fyrrasumar frá einu af bestu liðum Noregs, Elverum. Þar vann hann til fjölda titla á tveimur leiktíðum og lék í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa áður leikið með Gróttu. Bjerringbro-Silkeborg var í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar mótið var blásið af síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið lék einnig í riðlakeppni EHF-bikarsins en þar var keppni aflýst í mars vegna faraldursins. „Það er rétt ég er að fara þaðan [frá Bjerringbro-Silkeborg] en hvert ég fer er ekki ákveðið,“ sagði Þráinn Orri við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis gæti þessi stóri og stæðilegi línu- og varnarmaður verið á leið til Hauka, þar sem hann myndi fylla skarð Vignis Svavarssonar, en Þráinn Orri segir sín mál í lausu lofti. Hann útiloki þó ekki að koma heim og spila í Olís-deildinni og hafi rætt við nokkur félög. „Það gæti vel farið svo að ég komi heim ef ekkert djúsí býðst úti,“ sagði hann.
Handbolti Olís-deild karla Danski handboltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira