Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 10:00 Elvar Már Friðriksson leikur í Litháen næstu tvö árin. vísir/bára Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Sjá meira
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30