Smíða stærsta kjarnasamrunaofn í heimi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 14:39 35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. AP/Daniel Cole Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu. Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Vinna hófst í Frakklandi í dag við byggingu stærsta kjarnasamrunaofn heims. Þessi alþjóðlega vinna mun standa yfir í fimm ár, samkvæmt áætlunum, og munu þá hefjast tilraunir með samruna í lok árs 2025. ITER-verkefnið, eins og það er kallað, gengur út á að þróa hreina og endurnýjanlega orkulind, í rauninni með því að skapa smáar sólir í orkuverum. Þróunarvinna vegna kjarnasamrunaofnsins hefur staðið yfir um árabil og er verkefnið eitt flóknasta rannsóknarverkefni sögunnar, samkvæmt frétt Guardian.35 þjóðir heims koma að verkefninu og hafa þúsundir vísindamanna og verkfræðina unnið við það. Ofninn verður um 23 þúsund tonn og inniheldur nærri því þrjú þúsund ofursegla sem tengdir eru með 200 kílómetra löngum köplum og þessu verður að halda í 269 gráðu kulda. Einn rafsegullinn í stöðinni er sagður geta lyft flugmóðurskipi. Kjarnasamruni fæst með því að ofurhita þungavetni og tritíum. Ferli þetta myndar ekki koltvísýring og mun minna af geislavirkum úrgangi en hefðbundin kjarnorkuver. Þá gætu samrunaorkuofnar framtíðarinnar ekki brætt úr sér. Þrátt fyrir að rannsóknir á samruna hafi staðið yfir um áratugaskeið hefur þó ekki tekist að framleiða mikla orku enn. Heimsmetið í samruna á Joint European Torus, eða JET. Árið 1997 framleiddi stofnunin 16 MW í samruna en varði þó 24 MW í að koma samrunanum af stað. Forsvarsmenn ITER segjast ætla að vera fyrstir til að framleiða meira rafmagn en sett er í samrunann og framleiða 500 MW með einungis 50MW til hitunar, því hita þarf þungavetni og tritíum í gífurlegan hita til að koma samrunanum af stað. Einnig þarf mikla orku til að halda plasmanum, eða „sólinni“, sem verður til við samrunann í loftinu.
Frakkland Tækni Vísindi Orkumál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira