Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 22:49 Kári Stefánsson segist telja að fleiri séu smitaðir en vitað er af. Vísir/Vilhelm „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
„Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Fyrr í dag var tilkynnt að Íslensk erfðagreining sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. Greint hefur verið frá því að þrír aðilar séu sýktir með samskonar stökkbreytingu veirunnar án þess að nokkur tengsl séu á milli þeirra. Kári segir að það bendi til þess að þær komi frá sömu uppsprettu og bendi til þess að fleiri séu sýktir en vitað er til. Kári segist hafa áhyggjur af stöðu mála og að faraldurinn sé aftur kominn á þann stað þar sem allir eigi að leggja sitt af mörkum. „Nú eru að berast fréttir af því að sá möguleiki sé fyrir hendi að fleiri af þeim sem voru á fótboltamótinu í Laugardal séu orðnir sýktir,“ sagði Kári en knattspyrnumót Þróttar, Rey Cup, fór fram um liðna helgi og greindist fullorðinn einstaklingur sem var á svæðinu með kórónuveirusmit. Þegar allt sé lagt saman bendi það til þess að veiran sé komin á nokkuð flug að nýju. Íslensk erfðagreining muni sinna skimun í samfélaginu og skima mikið í kringum þá sýktu til þess að meta hversu miklu flugi veiran hafi náð. Þetta muni þurfa að gerast hratt að mati Kára. „Þannig að við buðumst til þess að fara af stað og byrja að skima aftur og erum búin að eiga fund með landlækni, sóttvarnarlækni, hafa samband við kollega okkar uppi á Landspítala og við ætlum að byrja á þessu eins hratt eins og við getum.“ Sagði Kári Stefánsson í Kvöldfréttum RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira