Ákvörðun um tveggja metra reglu gæti legið fyrir á næstu dögum Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2020 17:56 Alma Möller landlæknir. Stöð 2 Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Landlæknir segist reikna með því að sóttvarnalæknir sendi ráðherra minnisblað sitt sem inniheldur tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar í kvöld og að ákvörðun heilbrigðisráðherra geti legið fyrir á næstu dögum. Alma Möller, landlæknir, greindi frá þessu í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Alma sagði að á samráðsfundi ráðherra og almannavarna hafi verið velt fyrir sér möguleikunum í stöðunni en á meðal þeirra eru breytingar á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglu. Alma sagði að á fundinum hefðu engar ákvarðanir verið teknar. „Það var áfram verið að fara yfir stöðuna, farið yfir gögn frá landamærum og yfir stöðuna innanlands og velt fyrir sér möguleikunum. Það voru engar ákvarðanir teknar en það er sóttvarnalæknir sem situr yfir því núna að skila tillögum til ráðherra og ég á von að það verði gert í kvöld. Síðan þarf ráðherra auðvitað tíma til að fara yfir tillögurnar og ákveða hvaða aðgerðir verða ofan á,“ sagði Alma. „Það er aðallega verið að skoða hvort það þurfi að breyta áherslum eða herða reglur á landamærum. Síðan er verið að skoða hvort að það þurfi að grípa til aðgerða innanlands. Þar er helst verið að tala um breytingu á fjöldatakmörkum og tveggja metra reglum.“ Tveggja metra reglu var komið í gildi fyrr á árinu þegar faraldurinn stóð sem hæst og hafði hún, og aðrar sóttvarnaaðgerðir, töluverð samfélagsleg áhrif. Alma segir að mögulega verði gripið til annara leið varðandi regluna en í fyrstu var gert. „Það er ekki víst að hún verði algild. Það gæti verið að gripið verði til hennar á ákveðnum stöðum en ég get ekkert sagt um það hvernig þetta verður útfært að sinni,“ sagði Alma. Alma segir að þó að einhver smit hafi komist í gegnum landamæraskimun hafi hún borgað sig. „Við fórum yfir gögnin og þá sjáum við að vitað er um fjögur smit sem skimunin hefur misst af. Af þeim eru þrjú sem seinni skimun hefði líklega gripið og við erum jú komin með hana núna. Fimmta smitið sem við erum að kljást við tengist hópsmitinu á Akranesi og við vitum ekki hvernig það barst inn í landið. Hins vegar vitum við að skimunin hefur greint þrettán einstaklinga sem eru búsettir hér á landi og tíu erlenda ferðamenn þannig að við teljum skimun hafa skilað árangri. Við getum ímyndað okkur ef við værum að kljást við smit frá þessum 23 einstaklingum,“ segir landlæknir í samtali við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Alma segir þá að það liggi ekki hvort að mögulegar hertar aðgerðir tæki gildi fyrir helgi eður ei. „Það er ráðherra sem ákveður það,“ sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels