LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 07:30 LeBron James á ferðinni gegn LA Clippers í nótt. VÍSIR/GETTY Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í. Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. LeBron James gerði gæfumuninn fyrir LA Lakers í lokin á toppslagnum við LA Clippers sem Lakers unnu 103-101. James skoraði síðustu stig Lakers eftir að hafa náð frákastinu eftir eigin skot, og stóð svo vörnina vel í lokasókn Clippers sem endaði með erfiðu skoti Paul George. Anthony Davis var þó atkvæðamestur hjá Lakers með 34 stig en James og Dwight Howard skoruðu 16 stig hvor. James tók auk þess 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 28 stig. Alls eru 22 lið mætt til Disney World og mun hvert þeirra leika átta leiki áður en að 16 liða úrslitakeppni hefst. Fjögur sæti eru enn laus í úrslitakeppninni. Lakers hefur svo gott sem tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar eftir sigurinn í nótt en liðið er með 50 sigra og eru Clippers í 2. sæti með 44 sigra. Leikmenn og þjálfarar krupu á hné Það hefur mikið gengið á frá því að spilað var síðast í NBA-deildinni og auk kórónuveirufaraldursins hefur Black Lives Matter hreyfingin verið áberandi. Leikmenn og þjálfarar létu ekki sitt eftir liggja í nótt og sýndu meðal annars samstöðu með því að krjúpa á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. Leikmenn sýndu stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.VÍSIR/GETTY Engir áhorfendur voru á leikjunum og leikmenn þurfa að hlíta ströngum reglum til að fyrirbyggja að upp komi smit hjá einhverju liðanna. Williamson með á ný en lokaskot Ingram geigaði Í hinum leik næturinnar vann Utah Jazz 106-104 sigur á New Orleans Pelicans sem tefldi á ný fram Zion Williamson en hann spilaði 15 mínútur og skoraði 13 stig. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Jazz með 23 stig Pelicans glutruðu niður 16 stiga forystu í seinni hálfleiknum en Brandon Ingram fékk tækifæri til að tryggja þeim sigur með flautukörfu. Boltinn rúllaði á hringnum en fór ekki ofan í.
Körfubolti NBA Black Lives Matter Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira