Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:00 Ragnar Sigurðsson kann afar vel við sig á Parken og á í góðu sambandi við stuðningsmenn FC Köbenhavn. VÍSIR/GETTY „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
„Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Golf Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30
Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30