Trump kallar eftir dauðarefsingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 07:55 Donald Trump vill að Dzokhar Tsarnaev verði dæmdur til dauða á nýjan leik. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado.
Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira