Handbolti

Stephen Nielsen segir ástríðu fyrir handbolta standa upp úr á Íslandi og telur framtíðina bjarta

Ísak Hallmundarson skrifar
Stephen Nielsen er sáttur með farsælan sjö ára feril á Íslandi.
Stephen Nielsen er sáttur með farsælan sjö ára feril á Íslandi. skjáskot/stöð2

Handboltamarkvörðurinn Stephen Nielsen hefur lagt skóna á hilluna. Hann er frá Danmörku en hefur spilað á Íslandi í sjö ár, fékk ríkisborgararétt árið 2015 og hefur spilað sex leiki fyrir íslenska landsliðið.

Hann lék fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili.

„Fólkið og minningarnar standa upp úr. Það er gríðarleg ástríða fyrir handbolta og það var gaman að kynnast því og fá að upplifa íslenska menningu út um allt land, þetta er það sem stendur upp úr fyrir mér,“ sagði Stephen um hvað stæði upp úr Íslandsdvöl hans.

Stephen mun nú taka að sér markmannsþjálfun hjá Stjörnunni.

„Ég er spenntur fyrir nýju verkefni með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem ég mun hjálpa næstu kynslóð markmanna og vonandi getur maður gefið eitthvað af sér. Ég er mjög spenntur fyrir því.“

„Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp, ekki bara út frá íslenskum mælikvarða heldur líka handboltaheiminum. Ég tel framtíðina í íslenskum handbolta mjög bjarta eins og staðan er í dag,“ sagði Stephen Nielsen að lokum um stöðu íslensks handbolta.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×