Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 07:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/Stefani Reynolds Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira