Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 07:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA/Stefani Reynolds Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump dreifði viðtalsbútnum á samfélagsmiðlunum. Facebook eyddi færslunni og Twitter fór þá leið að frysta síðu forsetans uns hann tók viðtalsbútinn út sjálfur, en miðlarnir segja að þarna sé forsetinn að dreifa misvísandi eða röngum fullyrðingum um Covid-19 sem gætu haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er í fyrsta sinn Facebook ávítir forsetann fyrir að dreifa kórónuveiruáróðri eftir að fyrirtækið setti sér regluramma um slík mál en áður hefur Facebook slegið á hendurnar á forsetanum vegna ummæla af öðru tagi . Börn eru ekki ónæm fyrir kórónuveirunni. Trump hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að tími sé til kominn til að ungdómur Bandaríkjanna snúi aftur til skóla á landsvísu. Hann ítrekaði þá skoðun sína í áðurnefndu viðtali við Fox. „Ef þú lítur á börn, börn eru næstum – og ég myndi næstum segja klárlega – næstum ónæm fyrir sjúkdómnum,“ sagði Trump. „Sum, þau eru með sterkara, erfitt að trúa því, ég veit ekki hvað ykkur finnst um þetta, en þau eru einhvern veginn með mun sterkara ónæmiskerfi en við [fullorðið fólk] við þessu. Og þau eru ekki með nein vandamál. Þau eru bara ekki með nein vandamál,“ sagði Trump í viðtalinu. Þá sagði hann að kórónuveiran myndi einfaldlega hverfa. Hann sagði þó ekki hvenær hann héldi að það myndi gerast. „Þetta á eftir að hverfa. Þetta á eftir að hverfa eins og hlutir hverfa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira