Áttræð kona axlarbrotin í heilt ár og ekki komist í aðgerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 11:41 Gunnar segir að brot móður hans hafi bara versnað með tímanum. Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent