Lögregla beitti mótmælendur í Beirút táragasi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:02 Hér má sjá mótmælendur forða sér eftir að lögregla hafði kastað táragashylki í átt að þeim. AP/Hassan Ammar Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35
Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46