Zuckerberg í fámennan hóp auðkýfinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:44 Zuckerberg ávarpar hér þingnefnd Bandaríkjaþings í gegn um fjarfundabúnað. AP/(Mandel Ngan Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi samskiptamiðilsins Facebook, er nú metinn á meira en 100 milljarða Bandaríkjadollara, eftir að Facebook kynnti til leiks nýjan myndbandamöguleika til höfuðs kínverska samskiptamiðlinum TikTok. Zuckerberg bætist í fámennan hóp manna sem metnir eru á svo háa fjárhæð. Facebook gaf á miðvikudag út Instagram Reels, sem gerir notendum kleift að deila stuttum myndböndum til fylgjenda sinna á sérstakri efnisveitu sem haldið verður aðgreindri frá meginefnisveitu Instagram. Hlutabréf í Facebook hækkuðu um meira en sex prósent við útgáfu Reels en Instagram er í eigu Facebook, sem hinn bandaríski Zuckerberg á 13 prósenta hlut í. Zuckerberg er þannig kominn í þriggja manna hóp manna sem metnir eru á 100 milljarða Bandaríkjadollara eða meira. Fyrir voru það þeir Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem voru metnir á svo mikið. Tæknifyrirtæki og eigendur þeirra hafa verið í fréttum síðustu vikur og mánuði þar sem umsvif slíkra fyrirtækja verða sífellt meiri og persónulegur hagur eigenda vænkar um leið. Amazon, Facebook, Google og Apple eru þannig á meðal þeirra fyrirtækja sem hagnast hafa hvað mest á kórónuveirufaraldrinum og afleiðingum hans, þar sem fólk eyðir meiri tíma heima en oft áður og á því meiri samskipti, sækir meiri afþreyingu og verslar meira á netinu. Á þessu ári hefur sú fjárhæð sem Zuckerberg er metinn á hækkað um 22 milljarða Bandaríkjadollara. Á meðan hefur metið virði Jeff Bezos hækkað um meira en 75 milljarða dollara, samkvæmt Bloomberg.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira