Steven Gerrard fékk góð ráð frá Klopp | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:00 Gerrard á hliðarlínunni í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni Alan Harvey/SNS Group/Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira