Skemmtilegasta liðið í Evrópuboltanum mætir peningaveldinu frá París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 13:30 Alejandro Papu Gómez og Josip Ilicic fagna einu af mörgum mörkum Atalanta á tímabilinu. Getty/Emilio Andreoli Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira