Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 12:13 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður heilbrigðisráðuneytið nú eftir nánari upplýsingum sem óskað var eftir frá sóttvarnalækni. Ný auglýsing frá ráðherra um framhaldið sé væntanleg fljótlega eftir að svör sóttvarnalæknis liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira