Liverpool banarnir þurfa ekki að dekka langstærstu stjörnu Leipzig í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Diego Simeone fann leið til að stoppa Liverpool liðið en spænska liðið er stóra liðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira