Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 16:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði tilvist samkomulagsins í dag. Við hlið hans standa David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira