Hvar er Namibíuskýrslan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 14. ágúst 2020 12:00 Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun