Hvar er Namibíuskýrslan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 14. ágúst 2020 12:00 Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar