Erlent

Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi.
Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Elísabet Englandsdrottning hefur beðið starfsfólk innan Buckingham-hallar um að vinna með hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry bretaprins og Meghan Markle, til þess að finna lausn á þeirri stöðu sem nú er komin upp eftir að hjónin tilkynntu að sinna embættisskyldum innan bresku krúnunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð.

Starfsfólk drottningar hefur þá verið beðið um að vinna með stjórnendum starfsfólks hertogahjónanna.

Erlendir miðlar hafa greint frá því að ákvörðun hjónanna um að stíga til baka hafi valdið drottningunni vonbrigðum og sært hana.

Eins hefur komið fram að hjónin tóku þessa ákvörðun án samráðs við aðra aðila innan konungsfjölskyldunnar, og kom hún því innanbúðarfólki í Buckingham á óvart.

Í yfirlýsingu sem kom frá Buckingham-höll í gær var sagður ríkja skilningur fyrir löngun hjónanna til að nálgast framtíð sína innan fjölskyldunnar á annan hátt en áður. Þar kom þó einnig fram að málið væri flókið og það kæmi til með að taka tíma að vinna í því.


Tengdar fréttir

Megxit skekur Bretland: „Það sem Meghan vill, það fær hún“

Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×