Erlent

Fundu lík í lendingar­búnaði flug­vélar sem lenti í París

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekkert hefur verið gefið upp um nafn eða aldur laumufarþegans.
Ekkert hefur verið gefið upp um nafn eða aldur laumufarþegans. Unsplash/Miguel Ángel Sanz

Lík laumufarþega fannst í lendingarbúnaði flugvélar sem kom til Parísar í fyrradag en vélin var að koma frá Fílabeinsströndinni.

Flugfélagið AirFrance staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni í gær og greindi frá frá því að líkið hafi fundist í vél á leið frá borginni Abidjan síðasta þriðjudag.

AirFrance hefur staðfest að rannsókn sé hafin á málin en félagið hefur ekki upplýst um aldur laumufarþegans.

Embætti saksóknarans í bænum í Bobigny í París hefur einnig hafið rannsókn á tildrögum dauðsfallsins, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Málið er sambærilegt öðru atviki sem kom upp í júlí á síðasta ári, þegar lík laumufarþega féll úr flugvél sem flaug þá yfir Lundúnaborg. Líkið lenti þá í bakgarði íbúðarhúss þar sem maður sólbaðaði sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×