Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. Hann segir dómarann hafa gert sig vanhæfan með því að hóta framleiðandanum fangelsisvist vegna símanotkunar í dómsal.
Sjá einnig: Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum
Réttarhöld yfir Weinstein hófust í New York á mánudag og er hann ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Tugir annarra kvenna hafa þó stigið fram og sakað hann um nauðgun og kynferðislega áreitni.
Við réttarhöld á mánudag áminnti dómarinn Weinstein fyrir símanotkun. Spurði hann Weinstein hvort þetta væri það sem hann ætlaði í lífstíðarfangelsi fyrir, að senda smáskilaboð og brjóta með því reglur réttarins.
Weinstein neitaði að hafa notað símann sinn en lögmaður hans segir ummælin lýsa afstöðu dómarans gagnvart Weinstein. Þau gefi í skyn að hann hafi þegar gert upp hug sinn varðandi sekt hans í málinu. Með því að gefa í skyn að hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna símanotkunar hafi dómstóllinn þegar ákvæðið að dæma hann í lífstíðarfangelsi.
Þá hefur Aidala sagt að hann muni biðja um frestun ef ekki verður skipt um dómara í málinu.
„Það er enginn vafi um það að sanngirni réttarhaldanna hafi beðið skaða,“ sagði Aidala.
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein

Tengdar fréttir

Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York
Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm.

Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum
Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær.

Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles
Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum.