Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 08:12 Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Landsbjörg Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Uppfært 09:43: Verið er að flytja ferðamennina frá fjöldahjálparstöðinni við Gullfoss til Reykjavíkur. Allir ferðamennirnir, sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær, voru um áttaleytið komnir í fjöldahjálparstöðina við Gullfoss. Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum segir í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir klukkan átta í morgun að síðustu ferðamennirnir séu að koma í hús í Gullfosskaffi. Hann segir alla í nokkuð góðu ástandi. „Ástand [fólksins] er eftir atvikum. Það er þreytt, búið að vera úti síðan um hádegi í gær. Mikil þreyta í fólki og að sjálfsögðu í töluverðu áfalli yfir þessu.“ Sálrænn stuðningur og fataúthlutun Ferðamennirnir eru á öllum aldri en nokkur börn eru í hópnum, það yngsta sex ára gamalt. Starfsfólk Rauða krossins, auk heilbrigðisstarfsfólk frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu, tekur á móti fólkinu og sinnir m.a. sálrænum stuðningi, að sögn Jóns Grétars. „Við komum líka með fataúthlutun úr fatasöfnunarverkefni Rauða krossins og veitum þeim upplýsingagjöf, veitingar og eftirfylgni.“ Þá verði fólkið nú aðstoðað við að komast á dvalarstaði sína á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að undirbúa flutninga í bæinn, björgunarsveitir og aðgerðastjórn og samhæfingarmiðstöð eru að vinna í því að koma þeim í bæinn. Við erum í rauninni fyrsta stopp núna, að bráðaflokka og fara með fólk í viðtal hjá greiningarsveit HSU.“ Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi sem birt var klukkan átta segir að nokkur fjöldi björgunarmanna sé enn á leið af fjöllum. Slæmt veður og færð tefji för þeirra. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Um 300 manns á 57 tækjum tóku þátt í aðgerðum í aftakaveðri. Þá var virkjuð aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurlandi og Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00