Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. janúar 2020 01:05 Fyrstu hópar björgunarsveitarmanna eru komnir að fólkinu. Vísir/Jóhann K. Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08