Já, við vitum af þessu! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2020 10:00 Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram ýmsar staðreyndir sem staðfesta varnaðarorð okkar í Garðabæjarlistanum við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Skuldasöfnun á hvern íbúa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þvert á hástemmdar og árlegar yfirlýsingar meirihlutans um afburða afkomu sveitarfélagsins. Við vöruðum við því augljósa hættumerki að afgangur sveitarsjóðs fer hraðminnkandi á sama tíma og afar fjárfrek mannvirkjaframkvæmd er á byrjunarstigi; framkvæmd sem byggir á mikilli óvissu í fjármögnun. Sú framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss kallar á mikla lántöku á árinu, á sama tíma og bundnar eru vonir við hraða lóðasölu í Vetrarmýrinni. Þar ræður óskhyggjan för hjá félögum okkar í meirihlutanum. Skuldasöfnun, samdráttur, lántökur og óskhyggja er það sem meirihlutinn í bæjarstjórn Garðarbæjar kýs að klæða í nýju fötin keisarans og nefna „ábyrga fjármálastjórn“. Í grein Jóns nágranna okkar kemur fram að árið 2012 voru skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa í Kópavogi 1.408 þúsund kr. en á sama tíma 578 þúsund kr. í Garðabæ. Við árslok 2018 var sama tala í Kópavogi 1.212 þúsund kr. á hvern íbúa, en 872 þúsund kr. í Garðabæ. Skuldir á hvern íbúa höfðu því lækkað í Kópavogi um 14% en hækkað á hvern íbúa í Garðabæ um 51%. Skuldasöfnun á hvern íbúa í Garðabæ eykst hratt á sama tíma og kólnun á sér stað í hagkerfinu. Garðabær hefur reyndar vinninginn umfram Kópavog að því er fasteignaskatta varðar, því þar hafa nágrannar okkar verið iðnari við hækkanir undanfarið. Það vegur þó lítið á móti hækkun útsvars. Í Kópavogi hækkaði útsvarið á hvern bæjarbúa frá 2012 til 2018 úr 393 þúsund kr. í 583 þúsund kr., sem er 48,6% hækkun. Í Garðabæ hækkaði útsvar á hvern bæjarbúa úr 405 þúsund kr. í 613 þúsund kr. eða um 51,5%. Það er varla neitt keppikefli að sigra í slíkum samanburði! Í samfélagi, þar sem meirihlutinn trúir því að svart sé hvítt, skuldir séu eignir og keisarinn sé í raun kappklæddur þá er ekki líklegt að þróuninni verði snúið við. Garðbæingar geta átt von á áframhaldandi hækkun útsvars, ef svo fer sem horfir. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun