Mögulegt eldgos „stóri óvissuþátturinn“ í næsta hlaupi Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 11:57 Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun vegna mögulegs hlaups úr Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Vísbendingarnar um mögulegt hlaup úr Grímsvötnum eru enn of litlar til þess að staðfesta að raunverulegt hlaup sé farið af stað. Margir óvissuþættir eru í myndinni og því verður fylgst frekar með þróuninni næstu klukkustundir til að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Vísindaráð Almannavarna fundaði um stöðuna nú í morgun. Benedikt Ófegisson, jarðeðlisfræðingur, segir það taka sólarhring eða tvo til þess að skera úr um hvort hlaup sé hafið. Sé það farið af stað gæti eldgos fylgt í kjölfarið ef kvikuhóflið er fullt, en ekki er þó von á stóru gosi ef það verður. GPS-mælir sem settur var ofan á helluna í vor fór að síga upp úr hádegi í gær eftir að hafa hækkað með Grímsvatnahellunni í sumar vegna leysingavatns. Það að ekkert ris hafi orðið síðan í gær geti verið merki um að vatn sé að flæða úr Grímsvötnum. „Þetta er afskaplega lítið merki enn þá, þetta eru örfáir sentimetrar. Þetta er of lítið til að staðfesta að það sé raunverulega hlaup í gangi,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. „Nú bíðum við bara átekta og athugum hvort allt sé í lagi. Það er hellings tími sem við höfum fyrir okkur áður en þetta kemst í fullan gang ef þetta er hlaup.“ Hlaupin sjálf „ekkert stórmál“ Líkt og áður sagði eru dæmi um að eldgos verði í Grímsvötnum ef vatn hleypur þaðan og segir Benedikt það vera „stóra óvissuþáttinn“ í næsta Grímsvatnahlaupi. Margt bendi til þess að eldstöðin sé tilbúin að gjósa og munu náttúruvársérfræðingar fylgjast vel með því ef hlaup fer af stað. „Hlaupin sjálf eru ekkert stórmál, þau koma reglulega og valda yfirleitt engum usla. Við teljum þó að Grímsvötn gætu verið tilbúin að gjósa og við höfum séð það að þegar hlaup verður í Grímsvötnum að þá kemur það stundum af stað gosi ef kvikuhólfið undir Grímsvötnum er fullt.“ Vísindaráðið mun funda aftur á morgun eða hinn og þá gæti legið fyrir hvort hlaup sé farið af stað. Verði eldgos í kjölfarið segir Benedikt fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við sjáum aðdragandann að þessu og Grímsvatnagos eru ekkert endilega alvarleg, þau koma mjög oft. Við eigum ekkert von á sérstaklega stóru gosi.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. 18. júní 2020 15:58
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07